Fjárlög 2000

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 15:47:44 (2988)

1999-12-15 15:47:44# 125. lþ. 46.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[15:47]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Enn verð ég að leiðrétta hv. þm. Hann virðist eiga erfitt með að fara með rétt mál. Það er fjarri því að vinstri grænir séu á móti samstarfi við aðrar þjóðir. Við viljum bara jöfnuð, við viljum ekki draga þjóðir í dilka, annars vegar þjóðir sem við viljum hafa samstarf við en hins vegar þjóðir sem við tortryggjum og skulu fara um hlið númer tvö. Það er mesti misskilningur. Við viljum standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar hvar sem er og með öllum sem eiga samleið en eyða ekki peningum til þess að flokka þær og draga þær í dilka.