Fjárlög 2000

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 17:42:38 (3003)

1999-12-15 17:42:38# 125. lþ. 46.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[17:42]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Þetta mál snýst alls ekki um að kveða einn eða neinn í kútinn eða að fjmrh. hafi kveðið meiri hluta fjárln. í kútinn í þessu máli. Það er náttúrlega alveg út í hött. Það er eðlilegt að fjmrh. hafi frumkvæði að því að vinna slíkar reglur. Það er í undirbúningi eins og ég hef upplýst og þær munu verða lagðar fyrir ríkisstjórnina. Síðan verða þær kynntar með öðrum hætti og það er hin eðlilega verkaskipting. En ég legg áherslu á að vegna þessara mála sem hér hafa verið að koma upp er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt að hafa um þetta samstarf við Ríkisendurskoðun eins og ég hafði frumkvæði um í haust þegar við heilbrrh. óskuðum eftir sérstakri úttekt á málefnum heilbrigðisstofnananna, sjúkrastofnana. Auðvitað er eðlilegt að Alþingi komi að því máli með sama hætti. En að öðru leyti verður þetta mál að bíða þess að reglurnar verði nánar útfærðar. En þær eru ekki lengra komnar á þessu stigi.