Fjárlög 2000

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 17:48:35 (3007)

1999-12-15 17:48:35# 125. lþ. 46.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[17:48]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er búið að bæta fjórum strengjum við sinfóníuhljómsveitina samkvæmt fjárlögum þannig að hún batnar stöðugt.

Þeir aðilar sem vara okkur við hafa bent á ýmislegt. Þeir hafa bent á að úr því við gátum ekki aukið frjálsan sparnað, eins og ósk okkar var, þá yrðum við kannski að þvinga sparnaðinn. Það liggur líka fyrir að við gætum þurft að draga úr peningaumsvifum í landinu, það kæmi mjög til greina að gera það. Það er bindiskylda í bönkunum, það kæmi mjög vel til greina að auka bindiskyldu bankanna. Ég held að það lægi bara beint fyrir. Það er ýmislegt fleira sem við gætum gert. Ég hef verið að spyrja stjórnarandstöðuna í öllum þessum umræðum hvort þeir mundu taka undir skyldusparnað, skattahækkanir o.s.frv. Ég hef engin svör fengið við því. En ég held að beinasta aðgerðin sé sú að minnka umsvif bankanna enn meira. En auðvitað tekur ríkisstjórnin ákvörðun sína eftir að sérfræðingar hennar hafa gefið henni sín bestu ráð.