Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:06:16 (3064)

1999-12-16 11:06:16# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, ArnbS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:06]

Arnbjörg Sveinsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Vegna þess sem kom fram í orðum hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar um afgreiðslu félmn. í morgun, þá voru þau tvö frumvörp sem snúa að Framkvæmdasjóði fatlaðra afgreidd út úr nefndinni og nefndarálit er væntanlegt inn í þingið í dag.

Þetta hefur alltaf legið fyrir, og í 6. gr. fjárlagafrv. er gerð grein fyrir þessum skerðingum í framkvæmdasjóðnum. Þetta er ein af þeim forsendum sem liggja fyrir um fjárlagafrv. Ég tel því að þessi atkvæðagreiðsla geti vel farið fram þó svo að ekki sé búið að klára afgreiðslu þeirra tveggja frumvarpa sem snúa að Framkvæmdasjóði fatlaðra.