Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:08:15 (3066)

1999-12-16 11:08:15# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:08]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Við lokaafgreiðslu frv. um fjárlög fyrir árið 2000 liggja fyrir nokkrar tillögur frá þingmönnum Samfylkingarinnar sem ber að líta á í heild. Tillögurnar gera ráð fyrir auknum tekjum og sparnaði á nokkrum sviðum sem skila munu í ríkissjóð rúmlega milljarði kr. Útgjaldatillögur eru minni en tekjutillögur.

Að öðru leyti berum við ekki ábyrgð á þeim tillögum sem hér liggja fyrir. Ég segi já, herra forseti.