Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:09:00 (3067)

1999-12-16 11:09:00# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:09]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Í þessum fjárlögum leggur Samfylkingin til 1,5 milljarða til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa og þurfa að treysta á almannatryggingarnar til framfærslu sinnar. Fagleg úttekt hefur staðfest að það er nauðsynlegt að skjóta styrkari stoðum undir velferðarkerfið og það teljum við brýnast í góðærinu. Hér leggjum við til tekjutillögur á móti, eina af mörgum og hún snýst um það að með virkara skatteftirliti náum við inn auknum tekjum. Ég segi já.