Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:32:23 (3079)

1999-12-16 11:32:23# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:32]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég gerðist meðflutningsmaður með þingmönnum Frjálslynda flokksins á þremur breytingartillögum sem allar lúta að því að bæta stöðu þeirra í okkar samfélagi sem hafa virkilega borið skarðan hlut frá borði nú í þessu umtalaða góðæri. Það væri því verðugt af okkur hér á Alþingi að koma til móts við þessa aðila. Nú þegar við erum að hæla okkur af miklum tekjuafgangi, þá væri þetta sanngjörn --- framlagið mætti reyndar vera hærra --- og eðlileg þátttaka og framlag til þessara hópa, herra forseti.