Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:37:15 (3083)

1999-12-16 11:37:15# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:37]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Mér þykir að vísu miður að Alþingi skyldi ekki samþykkja þá brtt. sem hér var borin undir atkvæði áðan og flutt var af hv. þm. Frjálslynda flokksins, Gunnari Inga Gunnarssyni og Guðjóni A. Kristjánssyni ásamt með hv. þm. Jóni Bjarnasyni frá Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði. Þar var lögð til nokkuð meiri hækkun á liðnum Tekjutrygging örorkulífeyrisþega eða sem nemur rúmum 60 millj. kr. meiri hækkun. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að menn hefðu treyst sér til að hækka þennan lið sem því næmi en það er auðvitað til mikilla bóta að hækka hann um 248 millj. Af því að ég legg mig fram um að taka efnislega afstöðu til hlutanna og láta efni máls ráða en ekki það hver ber mál fram, þá greiði ég þessu að sjálfsögðu atkvæði.