Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 12:00:39 (3093)

1999-12-16 12:00:39# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[12:00]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Þarna er komin stofnun sem heitir Löggildingarstofa. Hún er ekki mjög gömul að árum, miðað við þá málaflokka sem hún er nú með. En henni tekst að vaxa og þenjast út. Sjálfsagt eru verkefni hennar mörg hin bestu en ég legg til, herra forseti, við hæstv. iðnrh., en undir hann heyrir þetta að ég tel, að hann kanni hvort við getum ekki flutt þessa ört fitnandi stofnun út á land og komið henni fyrir þar.