Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 12:02:25 (3094)

1999-12-16 12:02:25# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[12:02]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Hér hefur Alþingi verið að fella hverja tillöguna á fætur annarri sem gera ráð fyrir auknum framlögum til fatlaðra, aldraðra og sjúkra. Það hafa verið háar tillögur þar sem óskað hefur verið eftir að tekið sé á betur en gert er í velferðarkerfinu.

Hér er hins vegar um að ræða afskaplega saklausa tillögu um sérgreint framlag til undirbúnings Vatnajökulsþjóðgarðs og til undirbúnings við það að mæla út, kortleggja og skrá ósnortin víðerni. Hvor tveggja verkefnin eiga sér stoð í þál. sem samþykktar voru á hinu háa Alþingi á síðasta þingi og ef þau eiga að vinnast á næsta ári, herra forseti, þarf að setja í þau eitthvert fé.

Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs leggjum til að 1,5 millj. kr. sé sett á hvorn lið. Við óskum eftir því að fá stuðning við þessar tillögur.