Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 12:08:59 (3097)

1999-12-16 12:08:59# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, KLM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[12:08]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ákvæði um að endurskoða fyrirkomulag fasteignagjalda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á landsbyggðinni þannig að skattstofninn endurspegli betur raunverðmæti fasteigna. Sú stórhækkun fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu sem nú á sér stað hefur verið mjög íþyngjandi og skapað óréttmæta skattheimtu á íbúa landsbyggðarinnar þar sem hækkun fasteignamats er lítil sem engin. Þessi brtt. mín og nokkurra annarra þingmanna Samfylkingarinnar er nokkurs konar bráðaaðgerð vegna þessa hluta 2000-vandans á Íslandi og fjallar um heimild til fjmrh. um að bregðast við honum að hluta. Ég segi já, herra forseti.