Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 12:10:28 (3098)

1999-12-16 12:10:28# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[12:10]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Meðferð hins opinbera á jarðnæði hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu og mætti ýmislegt um það segja. Hér er verið að afla heimilda til sölu á ákveðnum eignum og jörðum í eigu ríkisins.

Við þingmenn Vinstri hreyfingar -- græns framboðs gerum ekki athugasemdir við slíkt ef um er að ræða sölu bújarða til ábúenda eða annarra sem eiga lögvarinn kauprétt að jörðunum. Sé hins vegar um að ræða sölu á jarðnæði til utanaðkomandi aðila, án búsetu eða afnotatengsla við jarðnæðið, þá erum við andvíg slíku og teljum að slíkt jarðnæði sé betur komið í eigu hins opinbera og það eigi frekar að nýta til þess að opna það upp fyrir almenningi og leyfa þjóðinni allri sameiginlega að njóta góðs af slíku jarðnæði og landi. Við förum því fram á það, herra forseti, að með þessar heimildir verði farið með þeim hætti.

Við leggjumst ekki gegn heimildum í þeim tilvikum sem ég áðan greindi og sitjum því hjá við þann hluta þessarar greinar.