Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 12:26:32 (3107)

1999-12-16 12:26:32# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[12:26]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á þessari heimild um að heimila sjúkrahúsunum að taka þátt í eða eiga samstarf við fyrirtæki sem vinna að vísindarannsóknum og þróun á sviði heilbrigðismála. Þessi grein hefur að vísu aðeins verið milduð í meðförum þannig að það er ekki eins opið að einkavæða þessa þætti.

Ég skil alveg löngun sjúkrahúsanna og þeirra sem þar eru til að geta tekið þátt í vísindastarfsemi og rannsóknastörfum, t.d. með Háskóla Íslands og fleirum, en ég tel, herra forseti, að þessi heimild sé of víð, og það eru alla vega aðvörunarorð að fara afar varlega með þá grein, herra forseti, sem hér er verið að ganga frá.