Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 12:34:46 (3113)

1999-12-16 12:34:46# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, GuðjG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[12:34]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Þau fjárlög sem við erum að samþykkja í dag gera ráð fyrir meiri tekjuafgangi úr ríkissjóði en dæmi eru um og það er ástæða til að fagna því sérstaklega.

Stjórnarandstaðan hefur í umræðu um fjárlögin gagnrýnt ríkisstjórnina ómaklega fyrir of mikla útgjaldagleði. Mér finnst ástæða til þess að vekja athygli á því að þessi sama stjórnarandstaða flutti brtt. við fjárlagafrv. upp á samtals um 5 milljarða kr. útgjaldaaukningu. Það birtist hin eina sanna útgjaldagleði. Ég segi að sjálfsögðu já.