Seðlabanki Íslands

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 13:30:56 (3116)

1999-12-16 13:30:56# 125. lþ. 47.6 fundur 161. mál: #A Seðlabanki Íslands# (lausafé lánastofnana) frv. 96/1999, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[13:30]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndarálit efh.- og viðskn. og brtt. við frv. til laga um breytingu á lögum nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingum.

Frv. þetta er ekki mikið að vöxtum. Það felur í sér að breytt er skilgreiningu á lausu fé en Seðlabankinn hefur heimild til þess að setja ákveðnar reglur um lágmark eða hámark lauss fjár í innlánsstofnunum.

Nefndin fékk á fund sinn fulltrúa frá ýmsum aðilum og sendi málið til umsagnar og þess er getið í nefndaráliti. Nefndin gerir þá tillögu til breytingar á frv. að sett sé markmiðssetning í lagagreinina sem heimilar Seðlabankanum að setja reglur um hámark eða meðaltal lauss fjár. Markmiðssetningin er þá fyrst og fremst sú að reglurnar eiga að hafa þann tilgang að mæta fyrirsjáanlegum og hugsanlegum greiðsluskuldbindingum á tilteknu tímabili.

Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt með þeirri breytingu sem ég hef nú gert grein fyrir.