Skattfrelsi norrænna verðlauna

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 15:28:01 (3146)

1999-12-16 15:28:01# 125. lþ. 47.10 fundur 4. mál: #A skattfrelsi norrænna verðlauna# frv. 126/1999, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[15:28]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Það má eflaust skoða þá hlið málsins. ég taldi mig taka undir áðan. Hitt er annað mál að núverandi tekjuskattslög eru alveg skýr, að verðlaun af hvaða tagi sem vera skal eru skattskyld. Eins og við höfum reyndar séð í þessu máli er mjög vandfundin undanþáguregla gagnvart slíku. Við hér á Alþingi höfum til að mynda ekki treyst okkur til að undanþiggja sjálf heiðurslaun Alþingis skattskyldu. Hér er náttúrlega að mörgu að hyggja. Auðvitað er alþekkt að alls kyns samtök bjóða upp á umbun fyrir vel unnin störf með því að veita verðlaun. Þau eru í dag skattskyld. Ég held það sé mjög erfitt að ætla að breyta því miðað við þau skattalög sem við störfum eftir og þær almennu reglur sem við viljum að gildi um þetta. Þá væri tilhneiging mín frekar sú að segja: Afnemum þetta þá bara allar undanþágur sem við erum ekki formlega skuldbundin öðrum þjóðum að undanþiggja.