Ættleiðingar

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 18:46:52 (3185)

1999-12-16 18:46:52# 125. lþ. 47.14 fundur 68. mál: #A ættleiðingar# (heildarlög) frv. 130/1999, KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[18:46]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Ég vil annars vegar leiðrétta tölur sem ég fór með hér áðan af misgáningi. Talan 1.000--1.300 samkynhneigðir eru þeir sem eru á aldrinum 20--39 ára og hafa börn á sínu framfæri núna að því er menn telja, þannig að þetta var bara misgáningur af mér.

Ég vil nota tækifærið líka til að hafna því að allshn. skorti hugrekki eða dug og benda á að það þarf að breyta lögum um staðfesta samvist til þess að ættleiðingar eða stjúpættleiðingar verði heimilaðar vegna þess að í 6. gr. þeirra laga er ákvæði sem segir að lög um ættleiðingar og um tæknifrjóvgun eigi ekki við þennan hóp. Það verður að breyta lögum um staðfesta samvist til þess að ná þessum réttindum fram og ég hef lýst því hér yfir að ég mun beita mér fyrir því ásamt öðrum úr allshn.