Ættleiðingar

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 18:50:13 (3189)

1999-12-16 18:50:13# 125. lþ. 47.14 fundur 68. mál: #A ættleiðingar# (heildarlög) frv. 130/1999, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[18:50]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað fellum við ekki þetta mál hér í þinginu og ef ég hef ekki sagt það í ræðu minni þá segi ég það nú: Auðvitað styð ég þetta frv. Þetta er gott frv. og hér er verið að gera mikla bragarbót og miklar leiðréttingar og þetta er hið besta mál. Hins vegar get ég ekki orða bundist um þetta dugleysi, þann dug sem mér finnst okkur skorta til að stíga skrerfið til fulls. En ég leggst ekki gegn þessu frv. Ég kem auðvitað til með að fylgja þessu máli eftir, herra forseti, í störfum þingsins og það komum við mörg örugglega til með að gera. Og ég er sannfærð um að við náum árangri fyrir þennan góða málstað með vorinu. Ég hefði samt viljað sjá þennan árangur núna í lögunum um ættleiðingar.