Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 10:45:44 (3209)

1999-12-17 10:45:44# 125. lþ. 48.6 fundur 5. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (persónuafsláttur maka) frv. 102/1999, MF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[10:45]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Við hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir skrifum undir þetta frv. eða stöndum að samþykkt þess en flytjum jafnframt þá brtt. sem hér er verið að greiða atkvæði um. Hún er flutt af því tilefni að þessar úrbætur, sem eru fyrir nokkurn hóp hjóna og fólks í sambúð, nýtast tiltölulega fáum og við teljum að það sé eðlilegt að einstæðir foreldrar eigi rétt á einhverri leiðréttingu í samræmi við það sem lagt er til í frv. Þarna er um það að ræða að sérstakar barnabætur sem greiðast með börnum umfram eitt sjö ára og eldri hækki frá rétt rúmum 30 þús. kr. upp í 50 þús. kr. á ári og útgjöld ríkisins yrðu um 45 millj. kr.

Við umræðu í nefndinni um þetta mál kom fram að við styddum það með þó þeim fyrirvara að við teldum að það ætti að skoða leiðir sem nýttust fleiri en þeim hópi sem nýtur þeirra bóta sem frv. felur í sér.