Pétur H. Blöndal:
Herra forseti. Hér er lagt til að ekki verði búinn til smásjóður upp á 100 millj. til þess að tryggja það að fjárfestar tapi við mögulegt gjaldþrot verðbréfafyrirtækis. Líkurnar á því að slíkt gerist eru nánast engar og það er hægt að gera þetta með einfaldri reglugerðarbreytingu, með því að auka starfsábyrgðartryggingu verðbréfamiðlara. Það er sem sagt alger óþarfi að mynda þennan smásjóð og ég hef lagt fram brtt. í 14 liðum sem sker þetta frv. niður um helming til þess að koma í veg fyrir að stofna þessa smásjóði. Ég segi já.