Innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 10:57:29 (3213)

1999-12-17 10:57:29# 125. lþ. 48.7 fundur 25. mál: #A innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta# (EES-reglur) frv. 98/1999, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[10:57]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þessi grein frv., 10. gr., fjallar um tryggingarvernd innstæðueigenda. Brtt. sem hér eru greidd atkvæði um kveður á um að einstaklingar skuli fá kröfur sínar vegna tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum greiddar að fullu, en það er eins og gerist í Finnlandi og Noregi, en ekki bara að hluta til eins og lagt er til í þessu stjfrv.