Jóhanna Sigurðardóttir:
Herra forseti. Þessi grein frv., 10. gr., fjallar um tryggingarvernd innstæðueigenda. Brtt. sem hér eru greidd atkvæði um kveður á um að einstaklingar skuli fá kröfur sínar vegna tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum greiddar að fullu, en það er eins og gerist í Finnlandi og Noregi, en ekki bara að hluta til eins og lagt er til í þessu stjfrv.