
Ögmundur Jónasson:
Herra forseti. Ég samþykki þennan lagabálk og þessar lagabreytingar á þeirri forsendu að hér sé um að ræða verulegar réttarbætur. En ég geri það með skilyrðum. Ég geri það á þeirri forsendu að lögin um staðfesta sambúð verði tekin upp á næstu mánuðum og réttindi barna samkynhneigðra foreldra tryggð á sama hátt og réttindi barna gagnkynhneigðs fólks eins og gert er í þessum lögum. Annað væri mannréttindabrot og um mannréttindi gerum við ekki málamiðlanir.