Ættleiðingar

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 11:03:37 (3216)

1999-12-17 11:03:37# 125. lþ. 48.9 fundur 68. mál: #A ættleiðingar# (heildarlög) frv. 130/1999, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[11:03]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég samþykki þennan lagabálk og þessar lagabreytingar á þeirri forsendu að hér sé um að ræða verulegar réttarbætur. En ég geri það með skilyrðum. Ég geri það á þeirri forsendu að lögin um staðfesta sambúð verði tekin upp á næstu mánuðum og réttindi barna samkynhneigðra foreldra tryggð á sama hátt og réttindi barna gagnkynhneigðs fólks eins og gert er í þessum lögum. Annað væri mannréttindabrot og um mannréttindi gerum við ekki málamiðlanir.