Vitamál

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 12:09:08 (3227)

1999-12-17 12:09:08# 125. lþ. 48.15 fundur 57. mál: #A vitamál# (heildarlög) frv. 132/1999, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[12:09]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Vegna athugasemdar hv. þm. er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að það eru fleiri sem sigla við strendur landsins en þeir sem eru að sækja sjó vegna veiða. Það eru skemmtibátar og ýmiss konar fljótandi för sem eru hér á ferð og sinna þarf mikilvægri öryggisþjónustu við þau skip og þá báta, og það er ekki sanngjarnt að skattleggja eingöngu þá sem eru að draga björg í bú með veiðum. Þess vegna er þetta lagt á öll skip, ekki háð því hversu miklar veiðiheimildir þau hafa. Ég tel að ekki sé sanngjarnt að þær skútur sem þurfa hér að njóta þjónustu séu undanþegnar því að greiða þetta litla brot sem þeim er ætlað að greiða af þessum kostnaði.