Vitamál

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 12:11:04 (3229)

1999-12-17 12:11:04# 125. lþ. 48.15 fundur 57. mál: #A vitamál# (heildarlög) frv. 132/1999, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[12:11]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er skemmst frá því að segja að ég tel enga ástæðu til að skoða þessar tillögur frá Landhelgisgæslunni. Ég tel að mjög vandlega hafi verið farið yfir það. Það er nýbúið að breyta og sameina Siglingastofnun og Vita- og hafnamálastofnun í nýja Siglingastofnun og ég tel ekki neinar ástæður til að fara að ganga til breytinga á því skipulagi og ég færði fyrir því rök hvers vegna. Þjónustan sem Landhelgisgæslan veitir og er mjög mikilvæg er einungis mjög lítill partur af þeirri þjónustu og þeim kostnaði sem verður vegna þjónustu við flotann sem siglir við strendur landsins. Það er nauðsynlegt að þetta komi fram og ég ítreka það að tillögur Landhelgisgæslunnar mun ég ekki gera að mínum.