Fjarskipti

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 17:57:56 (3288)

1999-12-17 17:57:56# 125. lþ. 48.16 fundur 122. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 107/1999, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[17:57]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að ég hafi svarað báðum spurningum hv. þm. enda hanga þær mjög saman. Ég ítreka það með því að vísa til þess sem stendur í stjórnarsáttmálanum um málið. Þar segir ,,að hefja undirbúning`` og þarf í rauninni ekkert meira að segja um það. Undirbúningur felur það í sér að menn skoða kosti og galla þannig að ákvörðun liggur ekki fyrir. Það er í undirbúningi svo ég svari spurningu hv. þm. alveg afdráttarlaust. Sem sagt, menn eru að skoða málið. Ákvörðun hefur ekki verið tekin um að selja, hvorki grunnnet né Landssíma Íslands hf. í heild sinni. Komi til þess þá kemur það mál til kasta Alþingis og þá mun fara fram pólitísk umræða um þann þátt. En það er bara ekki komið að því.