Póst- og fjarskiptastofnun

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 20:25:23 (3304)

1999-12-17 20:25:23# 125. lþ. 48.17 fundur 240. mál: #A Póst- og fjarskiptastofnun# frv. 110/1999, Frsm. meiri hluta ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[20:25]

Frsm. meiri hluta samgn. (Árni Johnsen) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ástæða til að vekja athygli á því við hv. þm. Árna Steinar Jóhannsson að mjög gott samstarf og samstaða er í meiri hluta samgn. Það er líka ástæða til að minna á það vegna þess að þingmaðurinn hefur áhyggjur af landsbyggðinni að þingmenn Sjálfstfl. eru í fararbroddi í sókn og vörn fyrir landsbyggðina og landið í heild með tilliti til sérstöðu ýmissa landshluta. (Gripið fram í.) Það hafa verkin sýnt og sannað og dæmið gengið fram og það léttir vonandi á áhyggjum hv. þm. þegar hann hugleiðir það nánar.