Framhaldsskólar

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 21:05:57 (3318)

1999-12-17 21:05:57# 125. lþ. 48.18 fundur 101. mál: #A framhaldsskólar# (aðlögunartími, fornám, samræmd lokapróf o.fl.) frv. 100/1999, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[21:05]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég var ekki að fara fram á annað og meira en að þetta yrði tekið til velviljaðrar athugunar. Þetta er greinilega sjónarmið sem ekki hefur komið til umræðu í nefndinni en hefði komið til umræðu hefði verið kallað á þessa aðila.

Ég þekki nokkuð vel til þessara mála. Ég sat nýlega ráðstefnu eins og ég gat um áðan hjá samtökum þar sem ég þekki vel til. Þar voru fulltrúar úr þessum starfsgreinaráðum komnir saman til að ræða málin og gefa skýrslu um starfið á undangengnum mánuðum þannig að það er ekki nokkur skortur á áhuga á að taka þátt í þessu starfi.

Ég er hins vegar að vekja athygli á því að þetta fyrirkomulag grefur undan því samstarfi. Ég er að koma þeirri ábendingu á framfæri og óska eftir því að það verði tekið til velviljaðrar athugunar og endurskoðunar á lögunum hvað þetta snertir.