Framhaldsskólar

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 21:22:20 (3323)

1999-12-17 21:22:20# 125. lþ. 48.18 fundur 101. mál: #A framhaldsskólar# (aðlögunartími, fornám, samræmd lokapróf o.fl.) frv. 100/1999, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[21:22]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég er alveg sannfærður um að við, ég og hv. þm. og formaður menntmn., deilum einlægri von og áhuga um að styrkja og efla þetta nám. Þess vegna, herra forseti, tel ég að þeir skólar sem taka við nemendum á framhaldsskólastigi, eigi að setja inntökureglurnar en ekki að við bindum þær hér, nema sem allra minnst, og að þeir sem koma úr tækni- og starfsnámi eigi jafnvel að njóta forgjafar inn í framhaldsnám, svo fremi sem þeir skólar sem við þeim taka sætti sig við þær kröfur.