Ráðstöfun erfðafjárskatts

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 23:42:35 (3352)

1999-12-17 23:42:35# 125. lþ. 48.26 fundur 273. mál: #A ráðstöfun erfðafjárskatts# (greiðslur í ríkissjóð 2000) frv. 111/1999, Frsm. meiri hluta ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[23:42]

Frsm. meiri hluta félmn. (Arnbjörg Sveinsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. frá meiri hluta félmn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 12/1952, um ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjár ríkissjóðs til vinnuheimila, með síðari breytingum.

Nefndin fjallaði um málið og fékk á fund sinn Húnboga Þorsteinsson, Sturlaug Tómasson og Björn Arnar Magnússon frá félmrn., Friðrik Sigurðsson frá Þroskahjálp og Helga Seljan og Garðar Sverrisson frá Öryrkjabandalagi Íslands.

Frv. er lagt fram í samræmi við fjárlagafrv. fyrir árið 2000 en í 1. gr. þessa frv. er kveðið á um að tekjur af erfðafjárskatti umfram 235 millj. kr. skuli renna í ríkissjóð.

Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.

Auk þeirrar sem hér stendur rita undir nál. hv. þingmenn Pétur H. Blöndal, Valgerður Sverrisdóttir, Drífa Hjartardóttir og Ólafur Örn Haraldsson.