Brunavarnir og brunamál

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 23:48:29 (3354)

1999-12-17 23:48:29# 125. lþ. 48.24 fundur 244. mál: #A brunavarnir og brunamál# (brunavarnagjald) frv. 127/1999, Frsm. meiri hluta ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[23:48]

Frsm. meiri hluta umhvn. (Ólafur Örn Haraldsson):

Virðulegi forseti. Ég tala fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum um brunavarnir og brunamál. 1. gr. frv., sem er eina efnislega greinin fyrir utan löggildingu í 2. gr., hljóðar svo:

,,Við 23. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu tekjur af brunavarnagjaldi umfram 87 millj. kr. renna í ríkissjóð á árinu 2000.``

Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.