Brunavarnir og brunamál

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 23:49:29 (3355)

1999-12-17 23:49:29# 125. lþ. 48.24 fundur 244. mál: #A brunavarnir og brunamál# (brunavarnagjald) frv. 127/1999, Frsm. minni hluta ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[23:49]

Frsm. minni hluta umhvn. (Þórunn Sveinbjarnardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. minni hluta umhvn. um frv. til laga um breytingu á lögum um brunavarnir og brunamál, nr. 41/1992, með síðari breytingum.

Brunamálastofnun sinnir brýnum verkefnum í almannaþágu og ber að tryggja henni lögbundnar tekjur. Má segja að Brunamálastofnun sé ekki ofsæl af þeim 87 millj. kr. sem til hennar fara með framlagi úr ríkissjóði. Minni hluti nefndarinnar leggst gegn því að tekjur Brunamálastofnunar af brunavarnagjaldi séu skertar um að minnsta kosti 13 millj. kr. árið 2000 eins og lagt er til í frv. þessu.

Undir þetta nál. rita auk þeirrar sem hér stendur hv. þm. Össur Skarphéðinsson og Kolbrún Halldórsdóttir.