Byggðastofnun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 11:11:40 (3408)

1999-12-18 11:11:40# 125. lþ. 49.2 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[11:11]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Ég vil að fram komi að ég er andvígur þeim breytingum sem er verið að gera á stjórn Byggðastofnunar með því að færa stofnunina undir eitt fagráðuneyti. Ég held að umræðan á Alþingi um breytingar á Byggðastofnun og hvernig það tæki væri hægt að nota til þess að efla landsbyggðina hefði átt að vera miklu markvissari. Ég mun því sitja hjá við heildaratkvæðagreiðslu en greiði atkvæði á móti þessari grein.