Málefni aldraðra

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 11:24:05 (3412)

1999-12-18 11:24:05# 125. lþ. 49.8 fundur 173. mál: #A málefni aldraðra# (heildarlög) frv. 125/1999, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[11:24]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Þessi brtt. sem er lögð fram af mér ásamt hv. þm. Bryndísi Hlöðversdóttur og Ástu R. Jóhannesdóttur gengur út á það að ekki verði nema 25% af úthlutunum úr sjóðnum veitt til reksturs stofnana. Það er að okkar mati komið úr böndum hversu stór hluti Framkvæmdasjóðs aldraðra fer í rekstur en ekki til þeirra verkefna sem honum hefur verið ætlað, þ.e. bygginga, viðhalds og nú rannsókna á sviði öldrunarmála. Því harma ég það að þetta skuli ekki hafa verið samþykkt.