Vitamál

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 11:47:36 (3416)

1999-12-18 11:47:36# 125. lþ. 49.4 fundur 57. mál: #A vitamál# (heildarlög) frv. 132/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[11:47]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Í 6. og 7. gr. er verið að leggja til nýja skatta og nýjar álögur á sjófarendur og þar eru sérstaklega valdir út smábátaeigendur, eigendur báta meðfram ströndum landsins sem stunda veiðar eða stunda sjó. Það er skoðun mín að ákveðin grunnþjónusta varðandi öryggismál meðfram ströndum landsins eigi að vera kostuð og á ábyrgð ríkisins og ekki eigi að innheimta sérstakan skatt af þessum sjófarendum og smábátaeigendum. Því eru þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs á móti þeim sköttum sem þarna er verið að leggja til. Ég segi nei.