Fjarskipti

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 11:59:15 (3417)

1999-12-18 11:59:15# 125. lþ. 49.5 fundur 122. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 107/1999, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[11:59]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Þó að það frv. sem við greiðum hér atkvæði um sé að mestu leyti til bóta, þá er það einfaldlega þannig að þar sem almannahagsmunir rekast á hagsmuni Landssíma Íslands, þá eru hagsmunir Landssíma Íslands látnir ráða. Það er eins í þessu tilviki að fyrirtæki með 98% markaðshlutdeild þarf ársaðlögun til þess að aðlagast markaðnum.

Virðulegi forseti. Við tökum ekki þátt í svona fíflagangi og sitjum hjá.