Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 13:48:25 (3422)

1999-12-18 13:48:25# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[13:48]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get ekki séð að þetta þýði að skipulagsstjóri hafi leynt upplýsingum sem skiptu máli um hvort framhaldsendurmats hafi verið krafist. Það er aðalatriði málsins. Honum var neitað um að gera það með þeim hætti. Ég fer fram á að hv. þm. útskýri hvort hann hafi þarna leynt upplýsingum sem skipt hafi máli hvað þetta atriði varðar. Þeir eru augljóslega búnir að klúðra málinu því að Norsk Hydro getur aldrei tekið afstöðu til málsins fyrr en það liggur fyrir hvort þetta álver fái starfsleyfi sem þarf til að geta tekið afstöðu til framtíðar hvað alla áfanga málsins varðar. Þetta hlýtur að liggja í augum uppi. Þarna hafa menn hreinlega hlaupið á sig. (Gripið fram í: Hverjir hafa hlaupið á sig?) Stjórnvöld með því að neita skipulagsstjóra um að vinna með þessum hætti að málinu.