Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 13:58:29 (3432)

1999-12-18 13:58:29# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[13:58]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Hjálmar Árnason sagði í ræðu sinni áðan að hann teldi að þetta yrði hugsanlega síðasta deilumál varðandi virkjanir. Ég óttast að svo verði ekki, heldur sé þetta í raun upphafið að mjög heitum deilumálum framtíðarinnar. Hann vitnaði til framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar, maður, nýting, náttúra, sem er mjög góð og við hefðum átt að vera farin í fyrir löngu. En úr því að farið er að vinna þetta þá er algert skilyrði að allar jökulárnar, þ.e. Jökulsá í Fljótsdal, Jökulsá á Brú og Jökulsá á Fjöllum séu inni í þessari áætlun. Ef það á að undanskilja þessi stórfljót í þessari áætlun þá er hún markleysa.