Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 14:18:14 (3446)

1999-12-18 14:18:14# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÞBack (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[14:18]

Þuríður Backman (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Til að taka af allan vafa um hvað við erum að fjalla þá vil ég segja að málið er allt opið. Það er ekki eingöngu verið að fjalla um Fljótsdalsvirkjun því eins og segir í upphafi till. til þál. um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun, með leyfi forseta:

,,Á grundvelli fyrirliggjandi skýrslu um umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar, greinargerðar um orkuöflun fyrir álver í Reyðarfirði, skýrslu um þjóðhagsleg áhrif álversins og athugunar á samfélagslegum áhrifum þess lýsir Alþingi ...`` o.s.frv. ...

(Forseti (GuðjG): Hv. þm. fékk orðið til að ræða fundarstjórn forseta.)

Já, forseta --- að hér verði rætt ekki eingöngu um Fljótsdalsvirkjun og þröng málefni henni tengd heldur verði málið tekið upp eins og hæstv. iðnrh. hvatti til, þ.e. að við tökum málið upp í heild og því er álverið hér á dagskrá líka.