Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 16:29:44 (3462)

1999-12-18 16:29:44# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, Frsm. 2. minni hluta RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[16:29]

Frsm. 2. minni hluta iðnn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er hárrétt. Ég lýsti því í upphafi að þetta væri leikrit sem væri sett á svið að iðnn. væri að kynna þessa aðkomu þegnanna að ákvarðanatöku við mál í nefnd. Mjög fljótt var upplýst að þau erindi sem á þann hátt mundu berast iðnn. yrðu ekki málsgögn, þau yrðu ekki tekin fyrir, þau yrðu ekki bókuð inn. Okkur var gefið upp netfangið og við þingmenn og aðrir þingmenn sem eru ekki í þessari nefnd mundu geta farið inn á vefinn og skoðað hvað fólk væri að segja eða biðja um. Lýðræðileg aðkoma? Nei. Andmælaréttur? Nei.

Það var Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni sem óskaði eftir því að öll erindin yrðu bókuð inn sem málsgöng. Eftir þá beiðni var ekki hægt annað en verða við henni. Við höfum farið yfir öll gögnin. U.þ.b. fjórðungur þeirra er með stuðning við virkjunina, 3/4 þeirra sem senda inn erindi eru að biðja um mat á umhverfisáhrifum. Allnokkrir eru að biðja um að fá að koma á fund iðnn. til að tjá hug sinn með upplýsingar sem þeir telja mikilvægar og því var neitað. Þessi erindi, sem ef ég man rétt, voru á annað hundrað hafa því ekkert að segja. Erindum, beiðnum um að koma á fund nefnar var neitað. Lýðræðisleg aðkoma? Nei. Andmælaréttur? Nei.