Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 17:10:43 (3472)

1999-12-18 17:10:43# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[17:10]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég taldi mig vera búinn að skýra það heilmikið í ræðu minni. Mig langar til þess að spyrja hv. þm. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur að því, hvort hún væri tilbúin til að samþykkja Kárahnúkavirkjun án umhverfismats, vegna þess að hún spyr að því hvers vegna ég hafi breytt um skoðun. Ég hef út af fyrir sig ekkert breytt um skoðun. En ég hef aftur á móti ekki getað séð að önnur virkjun væri í stöðunni þannig að hægt væri að standa við þau áform að reisa álver á Reyðarfirði á þeim tíma sem um hefur verið talað. Það er einfaldlega ástæðan fyrir því að ég vil frekar fara út í að reyna að lágmarka skaðann af umhverfisáhrifum þarna og standa við þau loforð sem gefin hafa verið Austfirðingum því að í raun hafa engir viljað ljá máls á því að gera þá hluti sem þarf á réttum tíma svo við getum breytt um og verndað Eyjabakkana.