Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 17:11:53 (3473)

1999-12-18 17:11:53# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[17:11]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta er ótrúlegur málflutningur hjá þingmanninum. Að halda því fram að hann hafi ekki skipt um skoðun, búinn að vera að berjast fyrir því, og aðalmálflutningur hans í prófkjöri fyrr á árinu var að það skyldi vernda Eyjabakka. Núna er hann að flytja málið fyrir hönd stjórnarliðanna í minni hlutanum í umhvn. um að það skuli sökkva Eyjabökkum. Vissulega hefur hv. þm. skipt um skoðun. Maður gæti haldið að þarna hefði hv. þm. í fyrirrúmi máltækið: Ef þú getur ekki sigrað andstæðinginn þá skaltu ganga í lið með honum.