Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 18:47:07 (3490)

1999-12-18 18:47:07# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, Frsm. meiri hluta HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[18:47]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Hjálmar Árnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil enn rifja upp ágæta ferð, tveggja sólarhringa semínar, hv. iðnn. og umhvn. þar sem m.a. var dreift mjög miklu magni af gögnum og við hlýddum á afskaplega fróðlega fyrirlestra helstu sérfræðinga sem tengjast þessu máli.

Ég fullyrði að a.m.k. flestir ef ekki allir þingmenn, bæði hv. þm. iðnn. sem og umhvn., og ég taldi að svo hefði verið að ávallt síðan, hefðu unnið að þessu máli, bæði við gagnaöflun til þess að fá heildarmyndina sem og að hlusta á rödd almennings og það var í rauninni það sem ég var að reyna að draga fram og benda á, en að hér hefði ekki verið um eina viku að ræða. Það finnst mér beinlínis ekki vera rétt. (Gripið fram í: Þetta voru þrír dagar.)