Gagnrýni formanns iðnn. á skipulagsstjóra ríkisins

Mánudaginn 20. desember 1999, kl. 10:05:33 (3506)

1999-12-20 10:05:33# 125. lþ. 50.91 fundur 242#B gagnrýni formanns iðnn. á skipulagsstjóra ríkisins# (aths. um störf þingsins), umhvrh.
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 125. lþ.

[10:05]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegi forseti. Hér hafa komið til umræðu mál Skipulagsstofnunar og ég vil byrja á því að leiðrétta þau orð sem voru sögð að ég hafi lagt einhvern sérstakan dóm á þetta mál, að um misskilning væri að ræða í því. Ég hef ekki lagt neinn dóm á það. Hins vegar hefur það komið fram hjá skipulagsstjóra ríkisins að hann telji að hér sé um misskilning að ræða.

Ég átti samtöl við skipulagsstjóra um helgina og kom fram hjá honum að hann mundi senda greinargerð til hv. þm. og formanns iðnn., Hjálmars Árnasonar, og mér er kunnugt um að sú greinargerð hefur verið send. Þar kemur fram sýn Skipulagsstofnunar á þetta mál. Í samtölum mínum við skipulagsstjóra kom fram að hann hefur ekki leynt iðnn. neinum skjölum og ég hef enga ástæðu til að draga orð skipulagsstjóra í efa.