Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Mánudaginn 20. desember 1999, kl. 12:32:19 (3523)

1999-12-20 12:32:19# 125. lþ. 50.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 125. lþ.

[12:32]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ástæðan fyrir því að ég stend upp og fer í andsvar er sú að mér fannst það koma fram í ræðu hv. þm. að ekki lægi alveg skýrt fyrir hvaða leyfi þyrfti til framkvæmda og það væri einhver vafi á því að öll tilskilin leyfi væru nú þegar til staðar varðandi heimildir til framkvæmda sem byggðu á lögunum um mat á umhverfisáhrifum.

Ég tel að þetta sé algjörlega skýrt og ef hv. þm. vill kynna sér það eru á bls. 155 og bls. 156 fylgiskjöl með þeirri þáltill. sem hér liggur fyrir þar sem úrskurður umhvrn. liggur fyrir um það hvaða leyfi þurfi til. Engin breyting er frá fyrri ákvörðunum ráðuneytisins í þessum efnum vegna þess að á grundvelli nákvæmlega sömu úrskurða og sömu niðurstaðna frá umhvrn. hafa verið veitt leyfi til að reisa orkuver í Svartsengi og til að reisa orkuver á Nesjavöllum. Því þarf enginn að velkjast í vafa um að þau tilskildu leyfi sem til þarf eru til staðar.