Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Mánudaginn 20. desember 1999, kl. 12:33:36 (3524)

1999-12-20 12:33:36# 125. lþ. 50.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 125. lþ.

[12:33]

Þuríður Backman (andsvar):

Ég var að vísa til umsagnar Aðalheiðar Jóhannsdóttur lögfræðings þar sem hún segir: ,,Ég dreg í efa að rétt sé að líta svo á að virkjanaleyfið sé endanlegt leyfi`` --- endanlegt leyfi --- ,,og að tilvera þess geri það að verkum að lög nr. 63/1993 eigi ekki að gilda þar sem framkvæmdaleyfi er óútgefið. Jafnframt tel ég það eðlilegri lögskýringu og frekar í samræmi við fyrirliggjandi dómafordæmi EB-dómstólsins að miða við framkvæmdaleyfi skv. 27. gr. laga nr. 73/1997 og að lög nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum, eigi að gilda um framkvæmdina þar sem það leyfi er útgefið.``