Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Mánudaginn 20. desember 1999, kl. 12:34:32 (3525)

1999-12-20 12:34:32# 125. lþ. 50.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 125. lþ.

[12:34]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Nú er öllum kunnug þessi afstaða Aðalheiðar, það er í sjálfu sér ekki nýtt í umræðunni. En það er dálítið merkilegt að sú afstaða skuli ekki vera fyrr fram komin en þetta vegna þess að á nákvæmlega sömu lagaforsendum hafa verið gefin út tvö önnur leyfi eins og ég hef vitnað í. Ég var ekki að spyrja hv. þm., með leyfi forseta, um túlkun Aðalheiðar á málinu heldur var ég að spyrja hv. þm. hver væri afstaða hennar til þess hvort tilskilin leyfi væru til staðar. Ef svo er, ef hv. þm. er þeirrar skoðunar að svo sé ekki, hvernig ætlar þá hv. þm. að bregðast við gagnvart þeim leyfum sem nú þegar hafa verið veitt út frá sömu lagaskilyrðum og það leyfi sem hér er verið að tala um?