Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Mánudaginn 20. desember 1999, kl. 12:37:36 (3528)

1999-12-20 12:37:36# 125. lþ. 50.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 125. lþ.

[12:37]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég biðst undan því að verið sé að snúa út úr orðum mínum. Ég sagði aldrei áðan að þremenningarnir svokölluðu hafi skrifað nál. fyrir 2. minni hluta, það sagði ég aldrei. (KPál: Þú sagðir það.) Ég sagði að þau hefðu unnið saman að því. Enda kemur það líka fram í nál. 3. minni hluta að þau styðja það fullkomlega og þau gera það að sínu. Það að gera það að sínu er að taka undir hvert einasta orð sem þar stendur.

Ég ætla að biðja hv. þm. um að snúa ekki út úr eins og hann virðist vera að reyna að gera sig að sérfræðingi í.

Hvort ég mundi sætta mig við þá niðurstöðu að Eyjabökkunum yrði sökkt ef skipulagsstjóri hefði með málið að gera og umhverfismat: Nei, ég er þeirrar skoðunar að það eigi að nota svæðið til annarra hluta. En með því að láta hann fjalla um það yrði hægt að finna aðrar lausnir en eru í dag. Við erum orðin aðklemmd og sett út í horn eins og við vinnum í dag.