Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Mánudaginn 20. desember 1999, kl. 12:40:12 (3530)

1999-12-20 12:40:12# 125. lþ. 50.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 125. lþ.

[12:40]

Þuríður Backman (andsvar):

Hæstv. forseti. Með því að setja Fljótsdalsvirkjun í mat á umhverfisáhrifum væri jafnvel hægt að finna þá leið að þrátt fyrir að virkjunin yrði byggð væri hægt að hlífa Eyjabökkum. Ábendingar hafa komið fram um að hægt sé að fara þá leið. Hún er dýrari, en það getur verið okkar fórnarkostnaður að gera það. Við hugsum það eingöngu út frá hagkvæmni á rekstri virkjunarinnar. Hún skal ganga fyrir, það skal vera ódýrasti kosturinn hvað sem það kostar.

Það er hægt að færa lónið til ef vilji er fyrir því. Með því að setja þetta í lögformlegt mat er boðið upp á að finna fleiri lausnir. Það er munurinn.