Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Mánudaginn 20. desember 1999, kl. 12:42:41 (3532)

1999-12-20 12:42:41# 125. lþ. 50.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 125. lþ.

[12:42]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. sem flutti ræðu áðan, Þuríður Backman, kom þar að nál. okkar hv. þm. Katrínar Fjeldsted og ég vil láta eftirfarandi koma fram:

Í afstöðu okkar fimmmenninganna í allri efnislegri umræðu í nefndinni kom í ljós að enginn skoðanamunur eða ágreiningur er um efnislega niðurstöðu. Við unnum nál. sameiginlega meðan við reyndum að freista þess að standa saman um stóran hluta þess og þeir þremenningar sáu drögin sem við Katrín vorum með og við nýttum okkur sömuleiðis punkta frá þremenningunum. Nál. og sameiginleg afstaða okkar er því efnislega samhljóða og full samstaða þar á milli þessara þriggja.

Við lokaafgreiðslu málsins var hins vegar valin sú leið að við Katrín Fjeldsted stæðum ein um álitið en að yfirlýsing kæmi frá þremenningunum.