Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Mánudaginn 20. desember 1999, kl. 12:44:13 (3534)

1999-12-20 12:44:13# 125. lþ. 50.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 125. lþ.

[12:44]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Vegna umræðu um þáltill. vinstri grænna í umhvn., til afgreiðslu þar vil ég að það komi fram að það var fullur vilji flm., hv. þm. Kolbrúnar Halldórsdóttur, að fá málið afgreitt. Á þeim fundi sem tillagan var ekki afgreidd lágu þær ástæður fyrir að formaðurinn, sem hér stendur, var erlendis vegna starfa fyrir hv. Alþingi og þess vegna óskaði þingmaðurinn eftir því að tillagan yrði ekki afgreidd á þeim fundi. En það var engin andstaða á þeim fundi gegn því að afgreiða hana á þeim fundi, sú afstaða kom ekki fram, og hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir var ekki þar með að mínu mati að biðjast undan því að tillagan yrði afgreidd.

[12:45]

Ég held að hv. þingmenn eigi ekki að reyna að storka þeim sem hafa flutt hér tillögur, góðar tillögur, m.a. um mat á umhverfisáhrifum. Umhvn. hefur notið þess í sínum störfum að þáltill. lá fyrir. Fyrir það var hægt að vinna málið miklu betur og fyrr en ella.